fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Maríjon til Kvis

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 10. maí 2021 14:47

Maríjon Ósk Nóadóttir Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríjon Ósk Nóadóttir hefur verið ráðin til almannatengslafyrirtækisins Kvis og kemur til með að sinna fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf hjá fyrirtækinu. Maríjon sem er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands kemur yfir til Kvis frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þar starfaði hún síðastliðin sex ár sem lögfræðingur og sinnti meðal annars úrlausn ágreiningsmála og almennri ráðgjöf á fjarskiptasviði. Áður en hún hóf störf hjá Póst- og fjarskiptastofnun vann hún sem fulltrúi hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

„Ég er mjög spennt að vera komin aftur yfir í einkageirann og tekst með glöðu geði á við öll þau verkefni sem fjölmiðlaheimurinn hefur upp á að bjóða. Reynsla mín og þekking á fjarskiptaumhverfinu mun einnig koma sér vel þar sem að fjölmiðlar og fjarskipti eru sífellt meira að tvinnast saman. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Maríjon.

Kvis var stofnað árið 2015 og sérhæfir sig í almannatengslum og ráðgjöf á sviði fjölmiðlunar en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Malbikstöðin, Netflix og Securitas.

„Það er mikill fengur í Maríjon fyrir núverandi og verðandi viðskiptavini og veit ég það manna best eftir sameiginlega skólagöngu og áralangt samstarf með henni. Hún er ákveðin, skemmtileg og öflug kona og ekki skemmir svo fyrir að við þurfum báðar að lifa með því að eiga engar nöfnur. Við skiljum hvor aðra,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Kvis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum