Fabrizio Romano einn virtasti íþróttablaðamaður í heimi þegar kemur að samningum og félagaskiptum fullyrðir að Edinson Cavani hafi framlengt samning sinn við félagið.
Talið var að Cavani vildi fara til Suður-Ameríku í sumar en honum virðist hafa snúist hugur og stefnir allt í það að hann taki ár til viðbótar hjá United.
Cavani kom til United síðasta haust á frjálsri sölu og framherjinn hefur slegið í gegn þegar hann hefur verið leikfær.
Cavani hefur raðað inn mörkum síðustu vikur en framherjinn frá Úrúgvæ er 34 ára gamall og hefur raðað inn mörkum allan sinn feril.
Nýr samningur Cavani gildir í ár til viðbótar en eftir það er talið að framherjinn haldi til Suður-Ameríku til að klára feril sinn.
Edinson Cavani has signed until June 2022 with Manchester United, one more season. Official announcement expected in the next days but the deal is done and completed. Here-we-go ⏳🚨 #MUFC
📲 More details: https://t.co/L7981TSoCV https://t.co/zp0GAkuS6j
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2021