fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 22:32

Johannes Vall hefur átt fína byrjun með Völsurum. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH og Valur gerðu 1-1 jafntefli í Kaplakrika í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir sem 433.is gefur leikmönnum eftir leik. Einkunnaskalinn er 1-10.

Valsarar misstu Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða sinn, af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Manni fleiri tókst FH að skora fyrir leikhlé. Þar var að verki Hörður Ingi Gunnarsson. Staðan í hálfleik var 1-0. Tíu leikmönnum gestanna tókst þó að jafna leikinn á 70. mínútu. Þá skoraði Sigurður Egill Lárusson.

Umfjöllun 433.is um leikinn má nálgast hér. 

Það voru nokkrir leikmenn sem spiluðu vel í kvöld. Fremstu þrír hjá FH, Matthías, Lennon og Jónatan, gerðu vel í að pressa á lið vals í fyrri hálfleik og koma þeim í vandræði. Þórir Jóhann átti nokkrar mjög fínar rispur og Ágúst Eðvald einnig.

Hjá Val stóðu miðverðirnir, Hedlund og Rasmus, vaktina vel. Þá átti Johannes Vall mikilvæga björgun í seinni hálfleik, ásamt því að ógna fram á við af og til. Þess má einnig geta að Andri Adolphsson kom með mikinn kraft inn af bekknum, átti meðal annars þátt í marki Vals.

Sigurður Egill Lárusson er hins vegar valinn maður leiksins. Hann skoraði markið mikilvæga og var ógnandi fram á við í leiknum. Hann hefði hæglega getað farið af velli í kvöld með stoðsendingu einnig. Frábær aukaspyrna hans inn á teig endaði hjá Patrick Pedersen sem setti boltann framhjá.

FH

Gunnar Nielsen (5), Hörður Ingi Gunnarsson (7), Guðmundur Kristjánsson (6), Guðmann Þórisson (6), Pétur Viðarsson (6), Eggert Gunnþór Jónsson (5), Þórir Jóhann Helgason (7), Ágúst Eðvald Hlynsson (7), Steven Lennon (6), Matthías Villhjálmsson (6), Jónatan Ingi Jónsson (7)

Varamenn: Hjörtur Logi Valgarðsson (5), Vuk Oskar Dimitrijevic (5), aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

Valur

Hannes Þór Halldórsson (5), Johannes Vall (7), Sebastian Hedlund (7), Rasmus Christiansen (7), Birkir Már Sævarsson (6), Haukur Páll Sigurðsson (2), Kristinn Freyr Sigurðsson (6), Christian Köhler (5), Kaj Leo (5), Patrick Pedersen (6), Sigurður Egill Lárusson (7, maður leiksins)

Varamenn: Almarr Ormarsson (5), Andri Adolphsson (7), Orri Sigurður Ómarsson (6), aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Í gær

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann
433Sport
Í gær

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu