Paris Saint-Germain heimsótti Rennes í Ligue 1 í kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli.
PSG fékk víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Neymar fór á punktinn og skoraði. Staðan í hálfleik var 0-1.
Sehrou Guirassy jafnaði fyrir heimamenn þegar 20 mínútur lifðu leiks og þar við sat. Lokatölur 1-1.
PSG er í öðru sæti deildarinnar með 76 stig, 3 stigum á eftir Lille. Aðeins tvær umferðir eru eftir. PSG þarf að klára sína leiki gegn Reims og Brest og vonast til þess að Angers eða Saint-Etienne geti strítt Lille í lokaumferðunum.