fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Arsenal felldi WBA – Willian skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 20:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann 3-1 sigur á WBA í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

WBA fór ágætlega af stað í leiknum en lentu þó undir eftir hálftíma leik. Þá átti Bukayo Saka hlaup upp vinstri vænginn, lagði boltann fyrir mark gestanna þar sem Emile Smith-Rowe var mættur og skoraði af stuttu færi.

Arsenal tvöfaldaði forystu sína strax fimm mínútum síðar. Þá skoraði Nicolas Pepe með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0.

WBA minnkaði muninn með flottu marki Matheus Pereira um miðbik seinni hálfleiks. Hann tók gott hlaup, fékk sendingu frá Conor Townsend og skoraði svo framhjá Bernd Leno.

Það var hins vegar enginn annar en Willian sem innsiglaði sigur Arsenal í blálokin. Hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 3-1.

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 52 stig. WBA er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Í gær

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann
433Sport
Í gær

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu