Arsenal vann 3-1 sigur á WBA í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
WBA fór ágætlega af stað í leiknum en lentu þó undir eftir hálftíma leik. Þá átti Bukayo Saka hlaup upp vinstri vænginn, lagði boltann fyrir mark gestanna þar sem Emile Smith-Rowe var mættur og skoraði af stuttu færi.
Arsenal tvöfaldaði forystu sína strax fimm mínútum síðar. Þá skoraði Nicolas Pepe með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0.
WBA minnkaði muninn með flottu marki Matheus Pereira um miðbik seinni hálfleiks. Hann tók gott hlaup, fékk sendingu frá Conor Townsend og skoraði svo framhjá Bernd Leno.
Það var hins vegar enginn annar en Willian sem innsiglaði sigur Arsenal í blálokin. Hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 3-1.
Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 52 stig. WBA er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.