Paris Saint-Germain mun horfa til Mohamed Salah, leikmanns Liverpool, ef Kylian Mbappe framlengir samningi sínum ekki. Sá síðarnefndi hefur frestað samningsviðræðum sínum við PSG og samkvæmt Telefoot hefur Real Madrid áhuga.
Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur verið frábær fyrir Parísarliðið frá því hann kom til félagsins frá AS Monaco árið 2017. Núgildandi samningur leikmannsins rennur út eftir næsta tímabil. PSG liggur því á að semja við hann, ætli þeir sér ekki að taka áhættuna á því að missa hann frítt frá sér sumarið 2022.
Ef ske kynni að PSG nái ekki að sannfæra Mbappe um að vera áfram þá sjá þeir Salah sem frábæran kost til þess að leysa hann af hólmi.
Salah hefur skorað 29 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum með Liverpool á leiktíðinni. Samningur hans við enska félagið gildir til 2023.