Nokkrir Íslendingar hafa leikið í Svíþjóð í dag. Leikið var í úrvalsdeild kvenna og B-deild karla.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í markinu hjá Örebro í 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn á miðjunni hjá Örebro. Liðið er með 4 stig eftir jafnmarga leiki.
Rosengard vann Djurgarden 3-0 í sömu deild. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Djurgarden í leiknum. Guðrún Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Djurgarden. Rosengard er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Djurgarden hefur leikið jafnmarga leiki en er aðeins með 3 stig.
Þá var Íslendingaslagur í sænsku B-deildinni þegar Brage og Helsingborg mættust. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan. Bjarni Antonsson lék allan leikinn fyrir Brage. Böðvar Böðvarsson gerði slíkt hið sama fyrir Helsingborg. Brage er með 2 stig eftir fimm leiki. Helsingborg er með 9 stig, einnig eftir fimm leiki.