Lesandi DV og vegfarandi varð var við mikinn viðbúnað lögreglu við hús í Norðingaholti á fjórða tímanum í dag og sá þar þrjá til fjóra merkta lögreglubíla auk bíla frá sérsveit lögreglunnar.
Í dagbók lögreglu laust fyrir fjögur var síðan upplýst um málið en þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð að húsi vegna gruns um vopnaðan mann. Lögreglumenn úr almennri deild og sérsveit brugðust við útkallinu ásamt sjúkraflutningamönnum. Maðurinn kom út óvopnaður og var færður í fangageymslu. Enginn slasaðist í aðgerðinni.