fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Nýir fiskréttir hjá Hafinu

Kynning

Þorskhnakkar í BBQ – Lúða í spicy lemon – Langa í líbönskum búningi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. janúar 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Bjarki Magnússon, matreiðslumeistari og verslunarstjóri í Hlíðasmára, segir margt nýtt vera á nálinni hjá fyrirtækinu og má þar nefna einna helst nýja fiskrétti. „Nýir réttir líta dagsins ljós hjá okkur. Má þar nefna löngu í líbönskum búningi og þorskhnakka í BBQ. Auk þess erum við með frábæra chimmichuri maríneringu sem er afar góð með laxi. Og ekki má gleyma lúðu í spicy lemon sem við erum með en gaman er að segja frá því að hún sló í gegn í síðustu viku,“ segir Steinar. Við erum alltaf að bæta úrvalið hjá okkur og leggjum ávallt áherslu á hollan og góðan fisk,“ segir Steinar. Hann bætir við: „Við leggjum mikið upp úr því að hafa allt, sem við bjóðum upp á, ferskt og hollt.“

Mynd: © Karl Petersson 2015

Þjónusta veitingastaði og mötuneyti

Frá opnun Hafsins hefur fyrirtækið þjónustað mötuneyti og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og hefur sú starfsemi færst í aukana á síðastliðnum árum. Hafið þjónustar veitingastaði og fagaðila í matreiðslugeiranum. „Hvort sem um er að ræða einyrkja eða stór veitingahús þá sníðum við lausnirnar að hverjum og einum,“ segir Steinar. „Veitingageirinn gerir miklar kröfur og því einblínum við á að veita ríkulegan sveigjanleika, persónulega þjónustu og umfram allt besta mögulega hráefni,“ segir hann. Hvað varðar mötuneytin segir hann að fyrirtækið sérhæfi sig í þjónustu við stærri og smærri mötuneyti og er þjónustan löguð að þörfum og umsvifum hvers og eins. „Við vitum að mötuneyti treysta á gott hráefni og hagkvæmni. Því leggjum við áherslu á sveigjanleika og samkeppnishæfni ásamt því að rækta frábær viðskiptasambönd,“ segir Steinar.

Aðsetur skrifstofu og mötuneyta- og veitingastaðaþjónustu var fært í rúmgott húsnæði að Fiskislóð á Granda árið 2014. Þar hefur flökun og fiskvinnsla fyrirtækisins farið fram síðan 2013. „Nú er í bígerð að fara í enn stærra húsnæði í byrjun febrúar. Það er einnig á Fiskislóð á Granda svo hægt er að auka framleiðslu og þjónustu enn frekar,“ segir Steinar.

Mynd: © Karl Petersson 2015

Mynd: © Karl Petersson 2015

Mynd: © Karl Petersson 2015

Þrjár verslanir

Hafið var stofnað árið 2006 og var fyrsta verslunin opnuð í Hlíðasmára Kópavogi. Árið 2013 var síðan opnuð önnur verslun í Spönginni í Grafarvogi þar sem velgengni verslunarinnar í Hlíðasmára var gífurleg. Þriðja verslunin var síðan opnuð í Skipholti 70, snemma vetrar 2015, þar sem fiskbúðin Hafrún var til húsa. „Þar var öllu sópað út og er nýja nýja búðin með sömu áherslur og kröfur og hinar tvær. Nágrannar hennar geta því gengið að því vísu að fá sömu gæði og þjónustu líkt og í hinum tveimur,“ segir Steinar. Opnunartími Hafsins er alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.30.

Á facebook síðu Hafsins koma reglulega nýjar upplýsingar um ýmis sértilboð. Svo sem fiksréttur dagsins og tilboð vikunnar.

Frekari upplýsingar um fyrirtækið má sjá vefsíðunni www.hafid.is

Mynd: © Karl Petersson 2015

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“