Chelsea tryggði sér titilinn í ensku Ofurdeildinni í dag með því að bursta Reading. Allir leikir lokaumferðar deildarinnar fóru fram á sama tíma fyrr í dag. Dagný Brynjarsdóttir lék með West Ham í tapi gegn Manchester City. Þá féll Bristol City niður um deild.
Fyrir umferðina í dag var Chelsea með 2 stiga forskot á Man City. Það var aldrei neitt annað inni í myndinni en að titillinn færi til Chelsea. Þær unnu 5-0 sigur á Reading.
Man City þurfti að vinna sinn leik gegn West Ham og treysta á að Chelsea myndi tapa ef þær ætluðu sér titilinn. Þær gerðu sitt, unnu 0-1, en það dugði ekki til. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Þær enda í níunda sæti af tólf liðum deildarinnar.
Bristol City féll niðu um deild. Þær töpuðu 3-1 gegn Brighton í lokaumferðinni. Aðeins eitt lið fellur úr deildinni.
Arsenal fer, ásamt City og Chelsea, í Meistaradeildina. Þær gerðu markalaust jafntefli við Aston Villa í dag en ljóst var fyrir leik að þær næðu síðasta Meistaradeildarsætinu.
Lokastaðan