fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Chelsea er enskur meistari – Sigur gegn Dagnýju dugði City ekki

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 15:50

Leikmenn Chelsea fagna í dag. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tryggði sér titilinn í ensku Ofurdeildinni í dag með því að bursta Reading. Allir leikir lokaumferðar deildarinnar fóru fram á sama tíma fyrr í dag. Dagný Brynjarsdóttir lék með West Ham í tapi gegn Manchester City. Þá féll Bristol City niður um deild.

Fyrir umferðina í dag var Chelsea með 2 stiga forskot á Man City. Það var aldrei neitt annað inni í myndinni en að titillinn færi til Chelsea. Þær unnu 5-0 sigur á Reading.

Man City þurfti að vinna sinn leik gegn West Ham og treysta á að Chelsea myndi tapa ef þær ætluðu sér titilinn. Þær gerðu sitt, unnu 0-1, en það dugði ekki til. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Þær enda í níunda sæti af tólf liðum deildarinnar.

Bristol City féll niðu um deild. Þær töpuðu 3-1 gegn Brighton í lokaumferðinni. Aðeins eitt lið fellur úr deildinni.

Arsenal fer, ásamt City og Chelsea, í Meistaradeildina. Þær gerðu markalaust jafntefli við Aston Villa í dag en ljóst var fyrir leik að þær næðu síðasta Meistaradeildarsætinu.

Lokastaðan

  1. Chelsea – 57 stig
  2. Man City – 55 stig
  3. Arsenal – 48 stig
  4. Man Utd – 47 stig
  5. Everton – 32 stig
  6. Brighton – 27 stig
  7. Reading – 24 stig
  8. Tottenham – 20 stig
  9. West Ham – 15 stig
  10. Birmingham – 15 stig
  11. Aston Villa – 15 stig
  12. Bristol City – 12 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Í gær

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England