Jaqueline Sousa, viðburðarstjórnandinn sem segir giftann leikmann úr ensku úrvalsdeildinni hafa barnað sig, hefur tjáð The Sun það að fjöldi leikmanna, þar á meðal Cristiano Ronaldo, hafi stutt við bakið á henni.
Sousa greindi frá því fyrir um mánuði síðan að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafa átt í leynilegu ástarsambandi með sér og að hún eigi níu mánaða gamla dóttur með honum. Leikmaðurinn er giftur annari konu. Hún sagði jafnframt að leikmaðurinn hafi ítrekað sent sér skilaboð á meðan hann var í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Leikmaðurinn á svo að hafa slitið samskiptum við hana eftir að hann komst að því að hún væri ólétt eftir hann.
Sousa segir að leikmenn sem þekki einstaklinginn sem um ræðir hafi sent henni skilaboð þar sem þeir styðja við bakið á henni. Þeir átti sig á því að félagi þeirra hafi hegðað sér óskynsamlega. Hún segir að Ronaldo sé einn þeirra.
Óþekkti leikmaðurinn hefur hingað til neitað að mæta í faðernispróf. Hann á að mæta fyrir rétt vegna málsins í október. Sousa segir að þar gæti nafn hans verið afhjúpað.