Wolves tók á móti Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn unnu eftir sigurmark í blálokin.
Úlfarnir fóru betur af stað í leiknum en það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna eftir tæpan stundarfjórðung. Þá skoraði Lewis Dunk með skall eftir hornsspyrnu. Í kjölfarið tók Brighton stjórnina á leiknum. Staðan í hálfleik var 0-1.
Í upphafi seinni hálfleiks fékk markaskorarinn, Dunk, rautt spjald. Hann reif Fabio Silva þá niður er sá síðarnefndi var að sleppa í gegn.
Eins og við var búist þá breytti þetta leiknum og heimamenn sóttu meira. Þeim tókst svo að jafna þegar stundarfjórðungur var eftir. Þá skoraði Adama Traore eftir samspil við Silva. 1-1.
Sigurmark Wolves kom svo í blálokin þegar Morgan Gibbs-White kom boltanum í netið. Hann fylgdi þá eftir eigin skoti og skoraði í annari tilraun. Lokatölur 2-1.
Wolves er í 12. sæti deildarinnar með 45 stig. Brighton er í 15.sæti, ekki sloppnir við fall tölfræðilega séð en eru þó 10 stigum fyrir ofan hættusvæðið.