fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Vindur og dramatík á Skaganum er ÍA og Víkingur gerðu jafntefli – Lestu umfjöllun um leikinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 21:29

Víkingar sakna Kára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA tók á móti Víkingi Reykjavík uppi á Skaga í kvöld. Það stefndi allt í sigur gestanna þar til Skagamenn fengu víti á lokamínútum leiksins og tryggðu sér stig.

Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á 1. mínútu leiksins. Þá tók Pablo Punyed hornspyrnu og eftir mikið klafs í teignum fór boltinn af Helga og í markið. Arnar Gunnlaugsson talaði um það í viðtölum eftir fyrsta leik við Keflavík að það hafi verið erfitt að hafa Helga á bekknum. Hann fékk í traustið í kvöld og var ekki lengi að svara.

Mikill vindur var á Skaganum í kvöld og setti hann svip sinn á leikinn. Á 7. mínútu tók Steinar Þorsteinsson aukaspyrnu af löngu færi og með hjálp vindsins feyktist boltinn ansi nálægt marki Víkinga sem sluppu þó með skrekkinn.

Um stundarfjórðungi síðar tapaði Arnar Már Guðjónsson boltanum á hættulegum stað og gestinir geystust af stað í skyndisókn. Það endaði með því að Erlingur Agnarsson vildi fá víti eftir að hafa farið niður í teignum. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð, sem var líklega réttur ákvörðun dómarans. Víkingar fengu þó hornspyrnu og upp úr henni datt boltinn fyrir Kára Árnason inni í teig en hann hitti boltann ekki úr ákjósanlegu færi.

Eftir hálftíma leik fékk Hallur Flosason boltann úti við hægri hornfána, lék á varnarmenn Víkings og keyrði inn í teig. Þar renndi hann boltanum út á Brynjar Snæ Pálsson sem lúðraði boltanum himinhátt yfir marki gestanna. Fínasta færi.

Bæði lið áttu eftir að fá tækifæri áður en hálfleikur skall á. Víkingar áttu skyndisókn sem Kristall Máni Ingason hóf. Hann renndi boltanum inn fyrir á Erling en Elias Tamburini varðist honum mjög vel. Hinum megin átti Aron Kristófer Lárusson skot af löngu færi þar sem hann skrúfaði boltann rétt framhjá markinu.

Hálfleikstölur voru 0-1 fyrir Víkinga.

Skagamenn mættu dýrvitlausir inn í seinni hálfleikinn og áttu um það bil 15 mínútna kafla þar sem þeir virtust ansi líklegir til þess að skora. Fyrst átti Aron Kristófer skot úr ágætis stöðu fyrir utan teig sem fór framhjá. Brynjar Snær tók svo fasta aukaspyrnu af nokkuð löngu færi sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en Þórður Ingason varði boltann sem var á leið í nærhornið. Þórður sá boltann seint. Tamburini átti stuttu síðar hættulega fyrirgjöf á fjær þar sem Viktor Jónsson var mættur og skaut að marki. Þórður var hins vegar mættur á nærstöngina og varði vel. Tamburini átti aðra hættulega fyrirgjöf aðeins nokkrum mínútum síðar ætlaða Brynjari Snæ. Hann hitti boltann ekki en Gísli Laxdal var mættur fyrir aftan hann og hlóð í skot. Enn of aftur var Þórður þó á verði.

Inn í þessum stundarfjórðungs kafla þar sem Skagamenn fengu haug af færum áttu Víkingar að vísu eina skyndisókn. Þá slapp Erlingur einn inn fyrir en fór illa að ráði sínu. Eftir klukkutíma leik átti Nikolaj Hansen svo frábæra stungusendingu á Erling en Árni Snær Ólafsson gerði virkilega vel í því að koma út og loka á hann.

Leikurinn róaðist aftur eftir virkilegan fjörugan kafla í upphafi seinni hálfleiks. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason þurftu þó nokkrum sinnum að hreinsa frá fyrirgjafir Viktors og Gísla sem sköpuðuhættu. Gerðu þeir það mjög vel. Þegar um 20 mínútur lifðu leiks datt boltinn fyrir Sölva í teig ÍA og reyndi hann einhvers konar bakfallsspyrnu. Hann skóflaði boltanum þó framhjá markinu.

Það stefndi í baráttusigur Víkinga þegar Kári fékk boltann í hendina innan teigs á 90. mínútu og vítaspyrna var dæmd. Á punktinn steig Þórður Þorsteinn Þórðarsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, og skoraði framhjá nafna sínum í markinu, sem hafði þó valið sér rétt horn.

Lokatölur 1-1 í hörkuleik uppi á Skaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Í gær

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann