Nú geta áskrifendur Stöðvar 2 Sports horft á alla leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna í beinni útsendingu. Þetta kom fram á Vísi.is í morgun.
Áfram verða valdir leikir á sportstöðvum Stöðvar 2 í sjónvarpinu en aðra leiki verður hægt að nálgast með því að skrá sig inn á heimasíðu Stöðvar 2. Adrei áður hefur verið hægt að sjá svo marga leiki í beinni útsendingu.
Í frétt Vísis kemur fram að áskrifendur geti, eftir að hafa skráð sig inn, nálgast ,,Pepsi Max sjónvarpsheiminn“ á heimasíðunni og fundið þar alla leiki deildanna í beinni, ásamt upptökum frá eldri leikjum og þáttum Stöðvar 2 Sports.