Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum greindust fjögur innanlandssmit af Covid-19 í gær, föstudag. Þar af voru þrír í sóttkví.
Á landamærum greindust tvö smit.
Covid.is vefurinn er ekki uppfærður um helgar en tölur verða uppfærðar þar næst á mánudag.