Brasílíska stórstjarnan Neymar er við það að skrifa undir nýjan samning við Paris Saint-Germain sem mun gilda til ársins 2026. Franska blaðið L’Equipe greindi frá þessu í gærvköldi.
Framtíð Neymar hefur verið í umræðunni í langan tíma, í raun reglulega frá því að hann kom til PSG frá Barcelona á um 200 milljónir punda árið 2017. Hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til Börsunga og einnig við erkifjendur þeirra í Real Madrid.
Nú er hins vegar útlit fyrir að framtíð hans sé í París. Talið er að nýji samningurinn færi honum 26 milljónir punda árlega. Það gera um 4,5 milljarða íslenskra króna. Þá er talið að samningurinn innihaldi himinnháar bónusgreiðslur PSG tekst að vinna Meistaradeild Evrópu á meðan Neymar er hjá félaginu.
Í frétt franska blaðsins kemur einnig fram að Parísarliðið ætli sér næst að framlengja samning Kylian Mbappe. Samningur hans rennur út eftir næsta tímabil.