fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Maður á sjötugsaldri fékk grunnskólastelpur heim til sín, veitti þeim áfengi og áreitti þær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 12:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær dóm yfir manni sem fæddur er árið 1956 og býr á Eiðsgranda, en maðurinn er sakfelldur fyrir barnalagabrot og kynferðislega áreitni. Bótaskylda hans gagnvart einni stúlkunni var hækkuð þar sem mat sálfræðings þótti leiða í ljós að hún hefði orðið fyrir meiri skaða af framferði mannsins en áður var talið.

Samkvæmt dómnum stundaði maðurinn það árið 2017 að bjóða heim til sín stúlkum á grunnskólaaldri, frá tveimur og upp í sjö saman, veita þeim áfengi, dansa við þær og sýna þeim ýmsa vafasama framkomu. Til dæmis kyssti hann stúlkurnar tungukossum og sló þær á rassinn undir dansi.

Í niðurstöðu héraðsdóms sagði:

„Samkvæmt framlögðu sakavottorði gekkst ákærði undir sektargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 6. maí 2019 vegna umferðarlagabrota. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir brot gegn áfengislögum og kynferðisbrot samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga auk brota gegn barnaverndarlögum. Brot þau sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir eru hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga vegna sektargerðarinnar frá 6. maí 2019. Þá verður við ákvörðun refsingar ákærða einnig litið til 77. gr. sömu laga og ákærða til málsbóta litið til þess að hann hefur, samkvæmt sakavottorði, ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot og til skýlausrar játningar hans á broti því sem greinir í I. kafla ákæru. Loks verður til refsiþyngingar litið til 1. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. sömu laga, en brot ákærða beindust gegn ungum stúlkum sem hann á ófyrirleitinn hátt tældi inn á heimili sitt með áfengi, og til þess að um nokkur tilvik er að ræða á um tveggja mánaða tímabili. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.“

Í dómi Landsréttar kemur fyrir þessi lýsing á afbrotum mannsins:

„Fyrir Landsrétti var meðal annars spilaður framburður brotaþolans B. Lýsti brotaþolinn því að ákærði hefði verið að dansa við stúlkurnar og hefði hann stundum rassskellt þær. Var brotaþoli þá spurð hvort ákærði hefði rasskellt hana og svaraði hún því þannig: ,,Mig minnir að það var svona dansa eða eitthvað og svo [ … ] gerði það einu sinni, rasskellti mig bara einu sinni eða eitthvað. Hann gerði það ekki oft.“ Var brotaþoli þá spurð hvort það hefði verið í dansinum sem ákærði hefði slegið brotaþola á rassinn. Svaraði brotaþoli því þannig: ,,Nei, mig … nei, ég held ekki. Mig minnir ekki. Ég held að þetta var bara eitthvað svona. Við vorum að dansa og svo var þetta eitthvað svona eftirá þá bara eitthvað.“

Maðurinn er dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða einum brotaþola 400.000 krónur í miskabætur og öðrum 150.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti sem er rúmlega ein og hálf milljón króna, og lögmanni sínum og réttargæslumanni brotaþola þarf hann að greiða samtals um 1,4 milljónir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti