fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gagnrýnir Sölva og Sögu fyrir viðtalið – „ Er sú framganga öll með miklum ólíkindum, ekki síst lögmannsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, rekur í leiðara blaðsins í dag mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns og nýju metoo-bylgjuna sem reis í kjölfar umfjöllunar um ásakanir gegn honum.

Jón rifjar upp að um síðustu helgi hafi verið á sveimi á samfélagsmiðlum sögusagnir sem fjölmiðlar gátu ekki fest hönd á:

„Um síðustu helgi tók að bera á því á samfélagsmiðlum að þá ónafngreindur einstaklingur var borinn sökum um ofbeldisverk. Meðal annars beindust spjótin í þeim færslum að fjölmiðlum og var ákaft spurt hvers vegna þeir þögðu. Var í því sambandi vísað til ábyrgðar þeirra og þöggun nefnd í því samhengi.

Óhætt er að fullyrða að flestir fjölmiðlar leituðu á sunnudag og mánudag eftir einhverri fótfestu í þessum söguburði, en án árangurs. Enginn var reiðubúinn til að segja neitt og rökrétta ályktunin því sú að enginn vissi neitt.“

Jón bendir á að fjölmiðlar geti ekki birt óljósan og órökstuddan söguburð sem fréttir:

„Fjölmiðlar elta ekki söguburð og birta nema hafa fyrir því vissu að sagan eigi við rök að styðjast og traustar heimildir séu fyrir fréttinni. Svo var ekki þá. Áfram logaði netið og hávaðinn jókst.“

Segir að viðtalið hafi verið með eindæmum

Jón rifjar upp að sögusagnirnar hafi bara magnast uns Sölvi hafi stigið fram í eftirminnilegu viðtali við lögmann sinn í myndbandi. Jón segir að viðtalið sé með eindæmum og setur spurningamerki við framgöngu lögmannsins:

„Þar kom að sá sem böndin höfðu borist að nýtti eigin fjölmiðil til að taka viðtal við sig sjálfan með aðstoð lögmanns síns. Er sú framganga öll með miklum ólíkindum, ekki síst lögmannsins. Og sumir grétu með.

Í siðareglum lögmannafélagsins segir í II. kafla að lögmanni beri að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum. Þeir sem horfðu geta sjálfir dæmt um hvort lögmaðurinn gætti þessa.“

Jón segir í leiðara sínum að ofbeldi sé samfélagsmein:

„Liður í að uppræta það er að þeir sem því beita axli ábyrgð og þeir segi frá sem fyrir því verða.

#Metoo – 2 verður vonandi til þess.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“