fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Rússar bjóða Íslendingum Spútnik bóluefni fyrir 200 þúsund manns

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. maí 2021 14:41

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingum hefur nú verið boðið að kaupa skammta af hinu rússneska Spútnik V bóluefni fyrir 200 þúsund manns. RÚV greinir frá þessu. Þá segir að íslensk stjórnvöld skoði nú þann möguleika á að kaupa skammta fyrir 100 þúsund manns en með því skilyrði að stærstur hluti skammtanna verði kominn hingað til lands fyrir 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi.

Russian Direct Investment Fund hefur sent íslenskum yfirvöldum yfirlýsingu þar sem fram kemur að vilji sé til staðar til að hefja samningaviðræður um kaup á bóluefninu. Þetta kemur fram í upplýsingum sem RÚV fékk frá heilbrigðisráðuneytinu. Var yfirlýsingin send eftir fund fulltrúa utanríkisráðuneytisins með fulltrúum framleiðanda og þróunaraðila bóluefnisins.

Verið er að vinna að viðbrögðum við yfirlýsingunni innan íslenska stjórnkerfisins. Lagt er til að keyptir verði skammtar fyrir 100 þúsund einstaklinga en rússar þyrftu þá að afhenda 75% af skömmtunum í síðasta lagi þann 2. júní. Samningarnir munu þó ekki ganga í gegn nema bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu fyrir þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum