fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Var sagður ljótur og leið illa yfir því – Þetta gerði hann til að blekkja fólk og fá frið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 21:25

Chadwick annar frá vinstri. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Chadwick var einu sinni heimsfrægur knattspyrnumaður og lék fyrir eitt stærsta félag í heimi, Manchester United Chadwick afrekaði svo sem ekki mikið á vellinum en mikið var talað um hann.

Chadwick mátti þola mikið einelti og umtal vegna þess hvernig hann leit út á sínum yngri árum. Chadwick kom upp hjá Manchester United og var mikið rætt um útlit hans, í þættinum They Think It’s All Over á BBC var ítrekað gert grín að því að hann væri ljótur. „Ég man eftir því þegar þetta gerðist fyrst, þá var ég í áfalli. Ég vildi ekki athygli þrátt fyrir að spila fyrir Manchester United,“ sagði Chadwick um atvikið sem var í sjónvarpi allra landsmanna

,,Ég óttaðist hvern einasta föstudag. Ég hafði ekkert sjálfstraust fyrir og þetta gerði það verra. Ég var alltaf að íhuga að tala við BBC, ég var 19 og 20 ára og vildi bara að þetta myndi hætta.“

Hann segir svo frá því á Twitter í dag að hann hafi gengið um með mynd af sætri stelpu í veski sínu. „Þegar ég flutti til Manchester aðeins 16 ára gamall þá skammaðist ég mín fyrir að eiga ekki kærustu,“ skrifar Chadwick á Twitter.

„Ég klippti út sætustu stelpuna úr skólabókinni og hafði hana í veskinu ef einhver færi nú að spyrja mig. Ég gekk svo langt að ég fór að búa til símtöl, eins og að ég væri að tala við hana. Þessa ímynduðu kærustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári