Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gert magnaða hluti með liðið eftir að hann tók við starfinu af Frank Lampard fyrr á leiktíðinni.
Tuchel hefur snúið gengi Chelsea við og nú er liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem bíður leikur við Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City.
Enginn annar knattspyrnustjóri hefur haft jafn góð tök á Tuchel, eins og Pep Guardiola. Í síðustu sex viðureignum knattspyrnustjóranna hefur Tuchel aðeins unnið eina viðuriegn, ein endaði með jafntefli en Guardiola hefur haft betur í fjórgang.
Síðasta viðureign knattspyrnustjóranna endaði hins vegar með sigri Tuchel og Chelsea þannig að hann getur dregið meðbyr inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram seinna í maí.
Hér fyrir neðan má sjá samanburð á árangri Tuchel gegn þeim knattspyrnustjórum sem hann hefur mætt sex sinnum eða oftar: