Það hefur gustað um enska framherjann Gary Martin síðustu daga, fyrir rúmri viku síðan var hann rekinn frá ÍBV vegna agabrots en nokkrum dögum síðar samdi hann við Selfoss. Bæði lið leika í Lengjudeildinni sem fer af stað í kvöld.
Gary er að koma sér fyrir á Selfossi en hann fékk óvænta heimsókn í gær þegar ung stelpa bankaði á dyrnar hans og bauð hann velkominn í bæinn.
„Var heima í gær þegar það var bankað á dyrnar hjá heim, ég opnaði þar stóð ung stúlka sem var líklega um 11 ára,“ skrifar enski framherjinn á Twitter.
Gary Martin hefur verið lengi í sviðsljósinu á Íslandi og er ansi vinsæll á meðal ungu kynslóðarinnar. „Hún var með markmannshanskana á sér, í takkaskóm og með fótbolta. Hún spurði mig hvort ég vildi ekki koma út í fótbolta.“
Þessa heimsókn virðist hafa glatt enska framherjann sem skrifar. „Velkominn á Selfoss.“
Líklegt er að Gary spili sinn fyrsta leik fyrir Selfoss á laugardag þegar liðið tekur á móti Vestra í Lengjudeildinni, klukkan 14:00 á heimavelli.
Was in the house yesterday got a knock on my front door ,I opened it to find a girl stood there around 11 years old with her goalie gloves on and football shoes and a football . she says to me do you want to come and play football .. welcome to selfoss 👏🏻 🙏🏻👌 @selfossfotbolti
— Gary martin (@feedthebov) May 6, 2021