Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United og þjálfaralið hans er verulega ósátt með Gary Neville fyrrum fyrirliða félagsins og þáttöku hans í mótmælum sem eiga sér stað í garð Glazer fjölskyldunnar sem á United. Stuðningsmenn Manchester United ætlar sér að halda áfram að mótmæla kröftulega fyrir utan heimavöll félagsins þegar heimaleikir félagsins fara fram.
Mikil mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford um helgina, urðu til þess að leik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var frestað.
Mikill fjöldi stuðningsmanna Manchester United safnaðist saman og ruddi sér leið inn á völlinn, braut og bramlaði, með fyrrgreindum afleiðingum. Ástæða mótmælanna var sú að stuðningsmennirnir vilja að Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, selji félagið.
Gary Neville hefur látið Glazer fjölskylduna heyra það á Sky Sports og telur Solskjær að Neville beri ábyrgð á þessu hversu mikill hiti er í fólki.
Neville hrósaði fólkinu sem braut sér leið inn á Old Trafford og lét í sér heyra, Solskjær telur að ef Neville heldur áfram að ráðast á Glazer fjölskylduna þá gæti allt orðið vitlaust næstu vikurnar.