Phil Neville þjálfari Inter Miami í Bandaríkjunum hefur samið við nýjan leikmann, um er að ræða son hans Harvey Neville sem kemur til félagsins frá Manchester United.
Harvey er 18 ára gamall bakvörður en hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá United á síðasta ári. Faðir hans átti farsælan feril með United og Everton.
Harvey er sagður mikið efni en hann var áður í herbúðum Manchester City. Hann vildi hins vegar fara með föður sínum til Suður-Flórída.
Harvey hefur hafið æfingar með Inter Miami en hann verður lánaður til Fort Lauderdale sem er systrafélag Inter Miami. Þar fær hann að spila í næst efstu deild.
Ekki er útilokað að Inter Miami kalli hann fljótlega til baka en bakvörðurinn er sagður hafa heillað leikmenn félagsins á æfingum síðustu vikur. Inter Miami er í eigu David Beckham.