Chelsea tók á móti Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Chelsea vann í gær 2-0 sigur og er því komið áfram í úrslitaleikinn með samanlögðum 3-1 sigri úr einvíginu. Leikur kvöldsins fór fram á Stamford Bridge í Lundúnum.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 28. mínútu, það skoraði Timo Werner eftir stoðsendingu frá Kai Havertz. Það var síðan miðjumaðurinn Mason Mount, sem innsiglaði 2-0 sigur Chelsea og sæti í úrslitaleiknum með marki á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Christian Pulisic.
Eden Hazard fyrrum leikmaður Chelsea var í liði Real Madrid í gær en mikil reiði er á Spáni með hegðun hans eftir leik. Hazard sást þar brosandi og í góðu stuði eftir að lið hans féll úr leik.
Fréttamiðlar á Spáni taka Hazard af lífi og dramatískt innslag kom í sjónvarpi sem Hjörvar Hafliðason birti. „Mikil dramatík í spænsku sjónvarpi í gær. Helvíti sáttir við Hazard. Við verðum á svipuðum nótum a eftir,“ skrifar Dr. Football á Twitter.
Sjón er sögu ríkari.
Mikil dramatík í spænsku sjónvarpi í gær. Helvíti sáttir við Hazard. Við verðum á svipuðum nótum a eftir. pic.twitter.com/Rkuni1mKco
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) May 6, 2021