fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 09:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, telur brýna þörf á að bæta búnað slökkviliða til að takast á við gróðurelda og að efla þurfi fræðslu og endurmenntun slökkviliðsmann til að þeir séu sem best undir það búnir að takast á við stóra gróðurelda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og kunnugt er kom mikill gróðureldur upp í Heiðmörk á þriðjudaginn og tók langan tíma að ráða niðurlögum hans. Talið er að 56 hektarar lands hafi brunnið.

„Það hefur engin þróun orðið frá árinu 2006 í kjölfar eldanna á Mýrum, hvorki í tækjabúnaði né í fræðslu. Það hefur verið lítill áhugi hjá hinu opinbera á að skoða þessi mál,“ hefur Morgunblaðið eftir Bjarna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór 17 ferðir með vatn yfir eldinn í Heiðmörk á þriðjudaginn eða þar til slökkvifata hennar bilaði. Hún er að sögn Bjarna orðin 15 ára og kominn tími til að endurnýja hana. Hann telur einnig tímabært að skoða málin í víðara samhengi og eiga að minnsta kosti tvær slökkvifötur.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, tók í sama streng og sagði að slökkviliðsstjórar hafi lengi reynt að vekja athygli á stöðu mála. „Ef það væru til fleiri fötur væri hægt að kalla til fleiri aðila með þyrlur þegar mikið liggur við. Það vantar hins vegar að einhver opinber aðili haldi utan um búnað sem þarf til slíkra starfa. Það er ekkert eitt sveitarfélag sem getur átt nokkra svona poka og haldið úti þyrlu,“ sagði hann.

Báðir sögðu þeir mikla hættu á gróðureldum á næstu dögum því ekki sjá fyrir endann á miklum þurrkum. Bjarni sagðist telja kominn tíma til að taka gróðurelda inn í lög um almannavarnir og vísaði þar til hættunnar sem getur myndast í þröngum sumarhúsahverfum eins og í Skorradal og Bláskógabyggð. „Það verður að gera eitthvað róttækt. Hið opinbera hvetur til skógræktar en það þarf líka að huga að umferðarleiðum fyrir slökkvilið og leiðum fyrir fólk til að komast í burtu ef eldur kemur upp, auk vatnsöflunar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“