Búið var að bóka 85.600 vikur í sumarhúsum í júlí og ágúst af Dönum. Þetta kemur fram í tölum frá dönsku hagstofunni. Þetta vegur á móti mun færri bókunum frá Þjóðverjum sem eru yfirleitt fjölmennasti hópur leigjenda á dönskum sumarhúsum.
Ástæðan fyrir miklum samdrætti í bókunum þeirra er heimsfaraldurinn og óvissa í tengslum við hann og þær reglur sem gilda um komur ferðamanna til Danmerkur þessa dagana.