fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Pfizer reiknar með að selja bóluefni fyrir 26 milljarða á árinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 05:27

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjarisinn Pfizer reiknar með að selja bóluefni gegn COVID-19 fyrir 26 milljarða á árinu. Fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir sölu upp á 15 milljarða. Nýja áætlunin er byggð á sölusamningum sem hafa verið gerðir við fjölmörg ríki heims um kaup á bóluefninu. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins sem var birt á þriðjudaginn.

Markmið fyrirtækisins er að afhenda 1,6 milljarða skammta af bóluefninu, sem það þróaði í samvinnu við þýska fyrirtækið BioNTech, á árinu. Fyrirtækin skipta kostnaði og hagnaði af þróun og sölu bóluefnisins til helminga á milli sín.

Pfizer hefur að markmiði að hagnast á bóluefninu en það eru ekki allir bóluefnaframleiðendur sem hafa það að leiðarljósi og má nefna að Johnson & Johnson selur sitt bóluefni á kostnaðarverði svo lengi sem heimsfaraldurinn varir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“