fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Meistaradeildin: Loksins kom Pep Manchester City í úrslitaleikinn

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mancester City hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið tók í kvöld á móti PSG og endaði leikurinn með öruggum 2-0 sigri heimamanna. Fyrri leikurinn fór 1-2 fyrir Manchester City og vinnur City því 4-1 samanlagt.

Heimamenn spiluðu virkilega vel í kvöld, þeir voru öruggir varnarlega og hættulegir sóknarlega. Á 8. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu fyrir PSG en eftir að hafa skoðað atvikið með hjálp VAR var það tekið til baka. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Mahrez City yfir. Þar fylgdi hann á eftir skoti Kevin DeBruyne.

Mahrez tvöfaldaði forystu City eftir 64 mínútur eftir laglegan undirbúning Kevin DeBruyne og Phil Foden. Angel Di Maria fékk beint rautt spjald á 70. mínútu og klúðraði þar með endanlega möguleikum sinna manna. Hann ýtti Fernandinho í pirringi og sparkaði í hann og reif dómarinn strax upp spjaldið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og öruggur sigur City staðreynd.

Á morgun kemur í ljós hvort að Chelsea eða Real Madrid tryggi sér hitt lausa sætið í úrslitaleiknum.

Manchester City 2 – 0 PSG
1-0 Mahrez (´11)
2-0 Mahrez (´63)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“