fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Gómsætt gjaldþrota – Skilja eftir sig 40 milljóna gat þrátt fyrir samning við borgina um rekstur á Iðnó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 16:30

Iðnó. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok urðu í þrotabúi veitingafyrirtækisins Gómsætt ehf þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru rúmlega 40 milljónir króna.

Árið 2017 bauð borgin út rekstur Iðnós við Tjörnina og hlaut Gómsætt verkefnið og rak húsið frá 2017. Frá 2001 til 2017 var rekstur Iðnós í höndum Margrétar Rósu Einarsdóttur. Hún höfðaði skaðabótamál á hendur borginni vegna þeirrar ákvörðunar að taka tilboði Gómsætts í reksturinn, sem hún taldi ekki í samræmi við útboðsgögn, en héraðsdómur vísaði málinu frá.

Á árum áður voru leiksýningar Leikfélags Reykjavíkur í húsinu en þær fluttust síðan upp í Borgarleikhúsið í Kringlunni þegar það reis. Undanfarna áratugi hafa verið veitingasala, einkasamkvæmi og ýmsir viðburðir í Iðnó.

Öllum reksri í Iðnó var hins vegar hætt í maí 2020 og húsinu lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst