fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Ólöf Tara harðlega gagnrýnd eftir sögurnar um Sölva – „Sýndu smá auðmýkt og taktu ábyrgð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla einkaþjálfarans Ólafar Töru Harðardóttur á Instagram um helgina vakti gífurlega athygli og virðist hafa fóðrað kjaftasögur um að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefði keypt vændisþjónustu og gengið í skrokk á vændiskonunni sem í hlut átti. Sölvi hafi síðan verið handtekinn í kjölfarið.

Tekið skal fram að Ólöf Tara nafngreindi engan í færslu sinni en hvatti þó fjölmiðla til að fjalla um málið og sakaði þá um þöggun. Fjölmargir höfðu samband við DV og sögðu að umræddur maður væri Sölvi Tryggvason. Enginn virtist þó hafa neina mynd af meintum atburði.

DV kannaði málið um helgina og ræddi við aðila sem því tengjast en fann ekkert sem renndi stöðum undir sögusagnirnar.

Sölvi birti síðan yfirlýsingu í gær þar sem hann staðhæfir að sögusagnirnar séu þvættingur. Hann birti jafnframt endurrit út málaskrá lögreglu sem leiðir í ljós að lögregla hefur engin afskipti haft af honum.

Enginn vissi af umræðu

Ólöf Tara einkaþjálfari birti nýja færslu um málið á Instagram-síðu sinni í gærkvöld. Þar segir meðal annars:

„Ég var ekki sú fyrsta sem pikkaði upp hér umræðu sem enginn vissi af. Þetta gekk manna á milli og enginn virtist vilja taka slaginn, eða koma hreint fram. Í þessu samhengi vona ég að þeir einstaklingar sem höfðu upplýsingar skammist sín fyrir að pískra þessu milli manna án þess að aðhafast í að nýta þann tíma til þess að skoða málið.“

Margir bregðast illa við þessari færslu Töru og einn segir í ummælum:

„Þvílíkt orðasalat og þvæla hjá þér, Ólöf. Sýndu smá auðmýkt og taktu ábyrgð á þínum þætti í málinu. Hún er nefnilega býsna mikil.“

Þá segir kona ein: „Úff, ég held þú ættir líka að skammast þín.“

Önnur kona segir: „En afhverju ertu að tala um þetta mál ef þú hefur ekki staðreyndir á hreinu? Gott og blessað að tala um svona hluti en ekki taka þátt í að blaðra um mál sem þú ert ekki viss um. Sorry, mér finnst þú jafnsek og fíflin sem störtuðu þessari umræðu.“

Bubbi stígur fram

Bubbi Morthens tónlistarmaður er á meðal þeirra mörgu sem tjáðu sig um málið í gærkvöld. Hann sagði í ummælakerfi DV:

„Fólk sem dreifir svona sögum án þess að nafngrein aðilann eru snákar í dulargerfi,
sálarskemmandi fólk“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“