Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Melinda Gates, eiginkona hans, eru að skilja. Þau greindu frá þessu á Twitter-síðu Bill í dag.
— Bill Gates (@BillGates) May 3, 2021
Samkvæmt tilkynningunni þá telja þau sig ekki eiga samleið á næstu köflum lífsins og vilja vera látin í friði á meðan þau finna sig í þessu nýja lífi án hvors annars.
Þau hafa verið gift í 27 ár og eiga saman þrjú börn. Saman hafa þau gefið margar milljónir Bandaríkjadala í góðgerðarmál í gegnum góðgerðarsamtök þeirra, Bill & Melinda Gates Foundation.
Melinda er 56 ára gömul en Bill er níu árum eldri. Þau kynntust á vörusýningu í New York árið 1987, 12 árum eftir að Bill stofnaði Microsoft ásamt Paul Allen.