Cristiano Ronaldo er talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og hefur í gegnum árin þénað vel á því að spila knattspyrnu fyrir stærstu knattspyrnufélög í heiminum.
Einn af þeim hlutum sem Ronaldo eyðir launum sínum í eru bílar. Bílafloti Ronaldo er metinn á um það bil 16 milljónir punda en það jafngildir rúmlega 2.8 milljörðum íslenskra króna.
Nýjasta viðbótin í bílaflota Ronaldo er bíll af gerðinni Bugatti Centodieci, bílinn kemur í takmörkuðu upplagi og talið er að Ronaldo sé einn af tíu eigendum slíkra bíla í heiminum.
Bílinn er enn í framleiðslu og verður afhentur eigendum sínum á næsta ári.