fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Hugsanlegt að það líði að goslokum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 08:00

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags breyttist eldgosið í Geldingadölum þannig að nú verða stutt hlé á því og dettur bæði gasstreymi og kvikustreymi þá niður. Síðan koma hrinur sem standa í allt að 15 mínútur. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að þetta geti verið merki um að það líði að lokum gossins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft ef eftir Páli að hegðun sem þessi komi stundum fram þegar líður að goslokum en ekki sé reynsla af þessu í hraungosum.

Haft er eftir honum að hléin á gosinu hafi varað allt frá einni mínútu upp í nokkrar mínútur. Í kjölfar þeirra komi hrinur sem standi í allt að 15 mínútur. Hann sagði að þær hafi styst og hafi goshléin lengst á meðan goshrinurnar styttust. Hann sagði að margt geti valdið þessu og of snemmt sé að segja til um hvað valdi þessari breytingu.

Morgunblaðið hefur eftir Magnúsi Tuma Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi, að þessi breytta hegðun geti verið vísbending um að gosvirknin fari minnkandi en einnig geti verið að gosið sé að leita sér að öðrum stað til að koma upp á yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?
Fréttir
Í gær

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Í gær

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Í gær

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“