Nokkrir leikir fóru fram í mjólkurbikarnum í dag. Karlamegin unnu Leiknir F. Haukar og Grindavík sigur og komust áfram í næstu umferð. Kvennamegin Álftanes betur gegn SR.
Leiknir F. tók á móti Hetti/Huginn í Fjarðabyggðarhöllinni. Leiknum lauk með 3-0 sigri Leiknis sem er komið áfram í næstu umferð.
Á JÁVERK-vellinum á Selfossi tók Stokkseyri á móti Haukum. Stokkseyrarmenn reynust engin fyrirstaða fyrir Hauka en leiknum lauk með 7-0 stórsigri Hafnarfjarðarliðsins þar sem Aron Freyr Róbertsson skoraði meðal annars þrennu.
Á Grindavíkurvelli tóku heimamenn í Grindavík á móti Hvíta Riddaranum. Grindavík vann 3-0 sigur þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Í kvennaflokki tók SR á móti Álftanesi. Leiknum lauk með 3-1 sigri Álftaness sem náði að snúa stöðunni sér í vil eftir að hafa lent undir í leiknum. Álftanes mætir Grindavík í næstu umferð keppninnar.
Mjólkurbikar karla:
Leiknir F. 3 – 0 Höttur/Huginn
1-0 Arkadiusz Jan Grzelak(’33)
2-0 Izaro Abella Sanchez(’46)
3-0 Mykolas Krasnovskis(’71)
Stokkseyri 0 – 7 Haukar
0-1 Aron Freyr Róbertsson(’36)
0-2 Aron Freyr Róbertsson(’45)
0-3 Aron Freyr Róbertsson(’49)
0-4 Tómas Leó Ásgeirsson(’70)
0-5 Martin Søreide (’79)
0-6 Aron Skúli Brynjarsson(’81)
0-7 Martin Søreide (’87)
Grindavík 3 – 0 Hvíti Riddarinn
1-0 Tiago Fernandes(’62)
2-0 Josip Zeba(’69)
3-0 Sigurður Bjartur Hallsson(’88)
Mjólkurbikar kvenna:
SR 1 – 3 Álftanes
1-0 Markaskorara vantar
1-1 Mist Smáradóttir
1-2 Elín Halldóra Erlendsdóttir
1-3 Sara Regína Rúnarsdóttir