Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla í kvöld. Víkingur Reykjavík fær nýliða deildarinnar Keflavík í heimsókn í Fossvoginn og á Kópavogsvelli fer fram stórleikur umferðar þegar Breiðablik tekur á móti KR.
Það er um sannkallaðan stórleik að ræða á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti KR. Breiðablik er af mörgum talið það lið sem getur hvað helst skákað Íslandsmeisturum Vals á tímabilinu og þeir munu vilja senda skýr skilaboð í fyrstu umferð með sigri á KR.
Í Vesturbænum er krafan alltaf sú að vinna titil. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sagði í viðtali við 433.is á dögunum að KR-ingar séu búnir að fljúga undir radarnum í vetur og býst við því að þeir verði mjög sterkir á tímabilinu. KR hefur gengið vel á Kópavogsvellinum undanfarið og vonast til þess að byrja á sigri í kvöld.
Byrjunarlið Breiðabliks:
Anton Ari (m), Damir, Davið Ingvars , Finnur Orri, Gísli Eyjólfs, Höskuldur (f) Gunnlaugs, Jason Daði, Oliver Sigurjóns, Thomas Mikkelssen, Viktor Karl, Viktor Örn
Byrjunarlið KR:
Beitir (m), Arnór Sveinn, Grétar Snær, Pálmi Rafn, Kennie Chopart, Ægir Jarl, Kristinn Jóns, Kristján Flóki, Óskar Örn (f), Atli Sigurjóns, Stefán Árni
Eftir erfitt tímabil á síðasta ári vonast Víkingur Reykjavík eftir því að geta byrjað Íslandsmótið af krafti. Liðið hefur misst máttarstólpa úr liðinu og er hálfgert spurningarmerki fyrir mót.
Keflvíkingar mæta á Víkingsvöll í kvöld. Keflavík er nýliði í deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina á síðasta tímabili og tilfinning flestra er sú að liðið hafi alla burði til þess að geta fest sig í sessi sem Pepsi-Max deildar lið á þessu tímabili.
Byrjunarlið Víkings Reykjavík:
Þórður Ingason (m), Erlingur Agnarsson, Sölvi Geir (f), Pablo Punyed, Halldór Smári, Atli Barkar, Júlíus Magnússon, Karl Friðleifur, Nikolaj Hansen, Halldór Jón, Kristall Máni
Byrjunarlið: Keflavíkur:
Sindri Kristinn (m), Ígancio Heras, Davíð Snær, Ari Steinn, Adam Árni, Kian Paul, Sindri Þór, Ástbjörn Þórðar, Josep Gibbs, Rúnar Þór, Frans Elvars (f)