Gary Neville segir að mótmælin sem eiga sér nú stað fyrir utan heimavöll Manchester United, Old Trafford, séu afleiðingar vanvirðingar og ákvarðanatöku eigenda félagsins, Glazer fjölskyldunnar.
Þeirra ákvörðun um að Manchester United, gerðist stofnlið að Ofurdeildinni svokölluðu, fór illa í stuðningsmenn félagsins sem vilja nú að eigendaskipti eigi sér stað hjá Manchester United.
„Þetta eru afleiðingar ákvarðanatöku eigendanna fyrir tveimur vikum síðan,“ sagði Gary Neville í útsendingu SkySports.
Stuðningsmenn Manchester United náðu að brjóta sér lið inn á Old Trafford fyrr í dag og það hefur þær afleiðingar að leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað og ekki er búið að ákveða nýjan leiktíma.
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og álitsgjafi hjá SkySports sagði í sömu útsendingu skilja pirring stuðningsmannanna.