Framtíð Gianluigi Donnarumma, markvarðar AC Milan hjá félaginu er í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rennur ú í júní.
Donnarumma var á dögunum orðaður við brottför til Juventus og það vakti upp reiði hjá harðasta kjarna stuðningsmanna AC Milan, Ultras hópnum.
Stuðningsmennirnir tóku sig til og mættu á æfingasvæði AC Milan til þess að ræða augliti til auglitis við markvörðinn og segðu honum að draga sig úr leikmannahópnum fyrir leik AC Milan gegn Juventus um næstu helgi verði hann ekki búinn að skrifa undir nýjan samning hjá AC Milan.
Stjórn AC Milan brást harðlega við þessari hegðun stuðningsmannanna og gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem sagt var að allar viðræður um nýjan samning við Donnaruma, hefði verið slegið á frest þangað til eftir tímabilið.