fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Skráði mömmu sína á OnlyFans til að fá meiri vasapening – „Af hverju ætti ég ekki að gera það?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 22:00

Mynd/CO Press Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonardo Hathaway er 19 ára gamall drengur sem skráði móður sína, Lucene Duarte, á hina umdeildu og um leið vinsælu síðu OnlyFans.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi. OnlyFans hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hér á landi og úti í heimi.

Leonardo segist hafa skráð móður sína á síðuna til að fá smá auka vasapening. Það að vita af móður sinni nakinni er ekki nýtt fyrir Leonardo þar sem móðir hans hefur áður verið nakinn í myndatökum fyrir ýmis tímarit. Leonardo segist styðja móður sína þegar kemur að ferlinum hennar.

„Við eigum í mögnuðu mæðginasambandi. Ég verð að styðja hana í hennar ákvörðunum, rétt eins og hún styður mig í mínum,“ segir Leonardo í samtali við The Sun. „Þegar ég er spurður hvort ég styðji hana spyr ég alltaf á móti: Af hverju ætti ég ekki að gera það?“

Leonardo stofnaði aðganginn fyrir móður sína svo hún gæti fengið meiri pening og þá sá hann fyrir sér að hann gæti fengið vasapening. Eins og áður segir er móðir hans ekki óvön því að vera nakin í myndatökum en hún hefur meðal annars verið fyrirsæta fyrir portúgalska Playboy tímaritið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“