fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Birkir skoraði – Guðný lék allan leikinn í mikilvægum sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 15:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur Íslendingalið hafa leikið það sem af er degi. Hér er yfirferð yfir það helsta:

Birkir Bjarnason skoraði í 3-1 sigri Brescia á Spal í Serie B á Ítalíu. Þetta var fyrsta mark leiksins og kom það eftir tæpan hálftíma. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í hóp hjá Brescia í dag. Liðið er í tíunda sæti, 2 stigum frá umspilssæti, þegar þrjár umferðir eru eftir.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia sem vann Chievo, 3-1 í sömu deild. Óttar Magnús Karlsson var ekki í hóp hjá Venezia. Lið þeirra er í fimmta sæti, sem er umspilssæti.

Guðný Árnadóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Napoli sem burstaði San Marino, 5-0, í Serie A á Ítalíu. Lára Kristín Pedersen sat allan tímann á varamannabekk Napoli. Liðið er í tíunda sæti deildarinnar, 3 stigum fyrir ofan fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir.

Aron Bjarnason var þá ekki með Sirius í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið er með 8 stig eftir fjóra leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Koma úr skápnum – Hafa verið saman í þrettán ár en ekki viljað segja neinum það

Koma úr skápnum – Hafa verið saman í þrettán ár en ekki viljað segja neinum það
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sádarnir undirbúa rosalegt tilboð í Vinicius Junior – Yrði sá dýrasti í sögunni

Sádarnir undirbúa rosalegt tilboð í Vinicius Junior – Yrði sá dýrasti í sögunni