Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, missir líklega af Evrópumóti landsliða með Englandi í sumar vegna meiðsla. Þetta kemur fram í enska götublaðinu The Sun.
Miðjumaðurinn hefur verið meiddur síðan í febrúar og er talið að hann verði ekki klár í tæka tíð. EM hefst í næsta mánuði.
Þetta eru afar neikvæðar fréttir fyrir Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englendinga. Henderson er einn af hans reyndari mönnum.
Southgate mun nú þurfa að treysta á að menn eins og Declan Rice, Kalvin Phillips og jafnvel hinn ungi Jude Bellingham stígi upp á EM í sumar.