Edinson Cavani framherji Manchester United hefur breytt um skoðun og ætlar sér að spila með Manchester United í ár til viðbótar.
Framherjinn frá Úrúgvæ er á sínu fyrsta tímabili hjá United en samningur hans rennur út í sumar. Hugur hans leitað til Suður Ameríku.
Áreiðnalegir fjölmiðlar þar í landi segja að Cavani sé hættur við að fara nær heimahögunum og taki ár til viðbótar með United. Þar segir að United muni staðfesta þetta eftir helgi.
Cavani kom á frjálsri sölu frá PSG síðasta haust en hann hefur stimplað sig inn með miklum ágætum.
Ole Gunnar Solskjær hafði á dögunum gefið upp vonina í að halda Cavani en framherjinn ákvað á dögunum að taka ár til viðbótar.
.@ECavaniOfficial tiene decidido seguir en el @ManUtd
•La semana próxima debe hacerse oficial.
•Tuvo dudas, pero pese al interés de @BocaJrsOficial, cumplirá el contratoEn un rato ampliamos en @SC_ESPN @SportsCenter_nt @espnfc @ESPNDeportes
— moisESPN (@moillorens) April 30, 2021