fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Í fyrsta sinn erum við með bóluefni gegn krabbameini“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 08:00

Kate Willetts var fyrsta konan sem var bólusett gegn HPV. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að HPV-bóluefni er svo gott að hægt verður að útrýma leghálskrabbameini. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bóluefnið dregur úr líkunum á að fá leghálskrabbamein um 86%.

Danska ríkisútvarpið, DR, skýrir frá þessu. Peter Qvortrup Geisling, læknir og sérfræðingur DR í heilbrigðismálum, sagði að í fyrsta sinn værum við með bóluefni gegn krabbameini og það sé mikið framfaraskref. „Hugsið ykkur að nú erum við með bóluefni gegn krabbameini,“ sagði hann.

Susanne Krüger Kjær, sem gerði rannsóknina, sagði aðspurð að bóluefnið sé fyrsta bóluefnið sem læknar krabbamein. „Án HPV-sýkinga er ekkert leghálskrabbamein. Þess vegna hefur verið veðjað á þetta bóluefni því það er svo ótrúlega sterk tenging á milli HPV-sýkinga og leghálskrabbameins,“ sagði hún.

Rannsóknin náði til 900.000 danskra kvenna á aldrinum 17 til 30 ára. 40% þeirra voru bólusettar áður en þær urðu 17 ára. niðurstöðurnar sýna að bóluefnið veitir 86% vernd ef bólusett er fyrir 17 ára aldur. Ef bólusett er á milli 17 og 19 ára aldurs veitir það 68% vernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin