fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Notar þú almenningssalerni? Þá skaltu lesa þetta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 18:30

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sturtað er niður úr klósettum skjótast fjölmargar bakteríur út í loftið með örsmáum litlum vatnsdropum. Þetta er ekki gott á almenningssalernum, sem eru oft í lokuðum rýmum með lélegri loftræstingu, sem margir nota og hugsanlega geta þetta verið ansi smitandi aðstæður.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Florida Atlantic University, FAU. Í nýrri rannsókn vísindamanna við FAU rannsökuðu þeir hvernig sjúkdómar á borð við COVID-19 geta leynst í hægðum okkar og hvernig þeir geta hugsanlega dreifst með örsmáum dropum sem skjótast út í loftið þegar sturtað er niður. Þeir komu mælitækjum fyrir nærri klósettum og voru þau í mismunandi hæð. Með þessu gátu vísindamennirnir mælt hversu margar agnir svifu í loftinu áður en sturtað var niður, á meðan sturtunarferlið var í gangi og að því loknu.

Þrjár sviðsmyndir voru rannsakaðar en þær voru þegar sturtað er niður og klósettið er ekki lokað, þegar klósettið er lokað og þegar sturtað er niður úr þvagskál.

Mesta dreifing dropanna var þegar klósettið var ekki lokað en þótt það sé lokað sleppur töluvert magn þessar litlu dropa út á milli setunnar og loksins.

Vísindamennirnir segja að það sé töluvert vandamál að jafnvel þótt góð loftræsting sé og vel loftað út á salernum þá geti þessir litlu dropar svifið í loftinu klukkustundum saman.

Bæði klósettin og þvagskálarnar sendu frá sér mikið magn örsmárra dropa, sem voru undir 3 míkrómetrum að stærð, en þeir geta verið hættulegir ef þeir bera smitandi örverur með sér. Vegna þess hversu litlir þessir dropar eru geta þeir svifið í loftinu mjög lengi.

Vísindamennirnir telja því að það þurfi að beina sjónunum betur að útloftun á almenningssalernum því það sé besta leiðin til að berjast gegn smitum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Physics of Fluids.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut