„Ég tel að hér sé gripið til aðgerða með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Við erum varkár og höfum hugsað þetta til enda,“ sagði Marsie Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, í samtali við ABC News.
Áætlun Kínverja um nýjan Silkiveg er langtímaáætlun um að endurgera verslunarleiðina á milli Kína og Evrópu með gríðarlegum fjárfestingum í járnbrautum, höfnum, vegum og öðrum innviðum. ESB hefur einnig gagnrýnt Kínverja fyrir að hygla kínverskum hagsmunum á kostnað þeirra landa sem þeir semja við.
Samband Ástralíu og Kína hefur verið stirt um langa hríð. Nú hefur ástralska ríkisstjórnin nýtt sér ný lög og sagt upp tveimur samningum Kínverja við Victoria ríki í Ástralíu. Þetta er gert til að vernda ástralska hagsmuni. Kínverska sendiráðið í Ástralíu segir þetta vera „ögrun“.
Þetta er í fyrsta sinn sem ástralska ríkisstjórnin kemur í veg fyrir samning á milli eins af ríkjum landsins við annað land. Utanríkisráðuneytið hefur einnig sagt upp samningum við Íran og Sýrlandi á grunni nýju laganna. „Samningarnir stríddu gegn utanríkisstefnu okkar eða voru skaðlegir fyrir samband okkar við önnur ríki,“ sagði Payne.