fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Undanúrslit Evrópudeildarinnar: Manchester United skoraði sex mörk gegn Roma – Arsenal tapaði á Spáni

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 20:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri leikir undanúrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Manchester United bar sigur úr býtum gegn Roma á heimavelli og Arsenal laut í lægra haldi gegn Villarreal á útivelli.

Á Old Trafford í Manchesterborg, tóku heimamenn í Manchester United á móti ítalska liðinu Roma. Leiknum lauk með 6-2 sigri Manchester United í fjörugum leik.

Bruno Fernandes, kom heimamönnum yfir með marki strax á 9. mínútu eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 15. mínútu þegar hendi var dæmd á Paul Pogba innan vítateigs Manchester United og Roma fékk vítaspyrnu. Lorenzo Pellegrini, tók spyrnuna og jafnaði leikinn fyrir Roma.

Á 34. mínútu, kom Edin Dzeko, Roma yfir með marki eftir stoðsendingu frá Pellegrini og leikar í hálfleik stóðu 2-1, Roma í vil.

Úr leik kvöldsins/ GettyImages

Fljótlega eftir að flautað var til seinni hálfleiks, nánar tiltekið á 48. mínútu, jafnaði Edinson Cavani leikinn fyrir Manchester United.

Cavani var síðan aftur á ferðinni er hann kom Manchester United yfir með marki á 64. mínútu og þá opnuðust flóðgáttir í vörn Roma.

Bruno Fernandes, bætti við fjórða marki Manchester United úr vítaspyrnu á 71. mínútu og Paul Pogba bætti við fimmta marki liðsins fjórum mínútum síðar.

Það var síðan Mason Greenwood sem innsiglaði 6-2 sigur Manchester United með marki á 86. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því formsatriði fyrir Manchester United að klára einvígið er liðin mætast næst. Seinni leikur liðanna fer fram í Róm á Ítalíu í næstu viku.

Arsenal tapaði á Spáni en náði mikilvægu útivallarmarki einum færri

Á Estadio De La Cerámica á Spáni, tóku heimamenn í Villarreal á móti Arsenal. Leiknum lauk með 2-1 sigri Villarreal. Unai Emery, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal er við stjórnvölinn hjá Villarreal og hann átti eftir að gera fyrrum félagi sínu grikk.

Emery á hliðarlínunni í kvöld / GettyImages

Strax á 5. mínútu leiksins komst Villarreal yfir með marki frá Manu Trigueros sem skoraði eftir stoðsendingu frá Samuel Chukwueze.

Albiol, tvöfaldaði síðan forystu heimamanna með marki á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno.

Arsenal varð fyrir öðru áfalli á 57. mínútu þegar að Dani Ceballos, leikmaður liðsins, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Arsenal þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks.

Úr leik kvöldsins / GettyImages

Á 71. mínútu fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Bukayo Saka innan vítateigs. Pepe tók spyrnuna og skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Arsenal.

Á 80. mínútu fékk Étienne Capoue, leikmaður Villarreal að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Því var aftur orðið jafnt í liðum.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-1 sigri Villarreal. Seinni leikur liðanna fer fram á Emirates Stadium í Lundúnum í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“