fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Viðhorfsbreyting til fíkniefnabrota meðal þjóðarinnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Ísland eru sextíu prósent landsmanna fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Þetta er mikil breyting frá sambærilegum könnunum frá 2015, 2017 og 2019 en þá studdi um þriðjungur afglæpavæðingu slíkra brota.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Helga Gunnlaugssyni, prófessor í afbrotafræði, að hann telji öruggt að frumvörp Pírata og heilbrigðisráðherra um þessi mál auk umræðunnar um þau hafi haft áhrif. Könnunin var gerð á vegum Helga og Jónasar Orra Jónassonar, félagsfræðings.

„Fyrir tveimur árum vissu fáir um hvað afglæpavæðing neysluskammta væri. Nú er mikil umræða og ráðandi aðilar í samfélaginu farnir að tala fyrir henni,“ er haft eftir Helga.

Hvað varðar þau brot sem fólk hefur í gegnum tíðina talið alvarlegustu brotin hér á landi hafa fíkniefnabrot verið á toppnum en í nýju könnunin eru þau í þriðja sæti en 23% sögðu þau valda mestum vanda. Flestir, eða 30%, sögðust telja kynferðisbrot alvarlegustu og þar á eftir komu efnahagsbrot en 26% nefndu þau.

Helgi sagði að umræðan um kynferðisbrot hafi færst í aukana frá 2013. Það megi rekja til barnaníðsmála, Metoo og umræðu um stafrænt kynferðisofbeldi. Einnig hafi færst í vöxt að litið sé á fíkniefnamál sem heilbrigðismál en ekki afbrot. „Það hefur dregið úr óttanum gagnvart fíkniefnum og fólk er tilbúið að leita nýrra leiða til að takast á við þau,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Í gær

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“