fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Bólusetningu gegn kórónuveirunni er lokið á Gíbraltar – Hvernig er staðan þar núna?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 22:30

Frá aðalverslunargötunni á Gíbraltar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft rætt um góðan árangur Breta og Ísraelsmanna við bólusetningu gegn kórónuveirunni en það gleymist oft að á Gíbraltar hafa bólusetningar einnig gengið vel og er þeim lokið. Gíbraltar er lítið breskt yfirráðasvæði við Miðjarðarhafið, umlukið Spáni og Miðjarðarhafinu. Þar búa um 34.000 manns.

Búið er að bólusetja næstum alla fullorðna íbúa Gíbraltar og er lífið komið ansi nálægt því sem það var fyrir heimsfaraldur. Það má því segja að „Operation Freedom“ (Frelsisaðgerðin) hafi gengið upp.

Á börum skálar fólk, kaffihús og veitingastaðir eru opnir og það má bjóða fjölda fólks í brúðkaupsveislur og aðrar veislur. Einnig er búið að slaka á kröfum um notkun andlitsgríma utandyra en það var gert í mars en eins og í sumum öðrum löndum í sunnanverðri Evrópu var gerð krafa um notkun þeirra utanhúss.

El Pais segir að íbúum Gíbraltar sé létt nú þegar bólusetningu er lokið en þeir séu líka varkárir því ástandið á Spáni sé ekki gott hvað varðar smit og bólusetningar. Búið er að bólusetja 21% Spánverja og hafa 7,7% þjóðarinnar lokið bólusetningu. Spænsk yfirvöld stefna á að vera búin að bólusetja helming landsmanna í lok júlí. Um 47 milljónir manna búa á Spáni.

Vegna þess hversu fáir hafa verið bólusettir á Spáni hafa yfirvöld á Gíbraltar ákveðið að bjóða 15.000 manns, sem búa á Spáni en sækja vinnu á Gíbraltar, bólusetningu.

Yfirvöld á Gíbraltar segja að sá mikli munur sem er á stöðu bólusetninga þar og á Spáni geti veitt „einstakt“ tækifæri til rannsókna. Nú þegar eru rannsóknir í gangi þar sem rannsakað er hvernig veiran breiðir úr sér í samfélagi þar sem búið er að bólusetja stærsta hluta íbúanna. Ekki er ólíklegt að þessar rannsóknir komi allri heimsbyggðinni að gagni að sögn El Pais.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti 18. mars að bólusetningum væri lokið á Gíbraltar sem væri þar með fyrsti staðurinn í heiminum til að bólusetja alla sem það vildu. Um 3% þeirra sem var boðið upp á bólusetning á Gíbraltar afþökkuðu boðið að sögn CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið