fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sex liðsmenn Rauðu herdeildanna handteknir í Frakklandi – „Óskiljanleg svik Frakka“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 06:59

Franskir lögreglumenn við störf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók í gær sjö fyrrum öfgavinstrimenn. Allir eru þeir ítalskir. Sex eru fyrrum liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildanna og sá sjöundi var einn stofnandi Lotta Continua sem voru herská samtök. Sjömenningarnir höfðu allir hlotið dóma á Ítalíu fyrir hryðjuverk á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum og höfðu verið eftirlýstir síðan. Það var ekkert leyndarmál að fólkið var í Frakklandi en Frakkar höfðu ekki gert neitt í málinu áratugum saman fyrr en í gær. Aðgerðarleysi þeirra hefur sett mark sitt á samband ríkjanna allan þennan tíma.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í gær að handtökurnar væru afrakstur margra mánaða viðræðna ítalskra og franskra yfirvalda. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, fagnaði handtökunum: „Minningarnar um þessar villimannslegu aðgerðir lifa enn í vitund Ítala,“ sagði í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér og á hann þar við hryðjuverk Rauðu herdeildanna.

Þær stóðu áratugum saman á bak við fjölda ofbeldisverka og morða á Ítalíu. Þar á meðal rændu liðsmenn samtakanna Aldo Moro, þekktum stjórnmálamanni, 1978 og myrtu hann. Þeir sex liðsmenn Rauðu herdeildanna sem voru handteknir í gær höfðu allir verið dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir þátttöku í morðum og öðrum ofbeldisverkum.

Á níunda áratugnum flúið fjöldi öfgavinstrimanna frá Ítalíu til Frakklands en Francois Mitterand, þáverandi Frakklandsforseti, hét þeim vernd gegn framsali. Þetta hefur alla tíð síðan sett mark sitt á samband ríkjanna. Macron sagði í gær að það hefði aldrei verið ætlunin að fólk með „blóðugar hendur“ myndi njóta verndar í Frakklandi.

Ítalir hafa nafngreint fjölda annarra öfgasinna sem þeir vilja fá framselda vegna aðildar þeirra að hryðjuverkum. Handtökur gærdagsins eru fyrsta skrefið í átt að bættu sambandi Ítalíu og Frakklands að mati yfirvalda í báðum ríkjum.

BBC hefur eftir Marta Cartabia, dómsmálaráðherra Ítalíu, að handtökurnar séu sögulegar en utanríkisráðuneytið segir að þær séu sönnun þess að enginn geti flúið undan ábyrgð sinni, frá þeim sársauka sem þeir hafi valdið öðrum.

Irene Terrel, lögmaður eins hinna handteknu, sagði í gær að handtökurnar væru „óskiljanleg svik Frakka“. „Þetta fólk hefur notið verndar Frakka allt frá níunda áratugnum. Það hefur byggt líf sitt upp á nýjan leik í 30 ár án þess að leynast. Það hefur eignast börn og barnabörn . . og síðan snemma dags, 40 árum síðar, er komið að leita að þeim,“ sagði hún.

Nú kemur í hlut franskra dómstóla að úrskurða hvort fólkið verði framselt til Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga