Timo Werner var keyptur frá RB Leipzig til Chelsea fyrir 53 milljónir punda síðasta sumar. Timo raðaði inn mörkum fyrir þýska félagið í fyrra en hann hefur ekki heillað í ensku úrvalsdeildinni.
Werner hefur skorað 11 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni en það sem hefur vakið athygli er fjöldi dauðafæra sem kappinn hefur klúðrað. Hann hefur alls klúðrað 23 dauðafærum á leiktíðinni og gerir það hann að þeim leikmanni í ensku úrvalsdeildinni sem hefur oftast misnotað dauðafæri. Mohamed Salah er næstur en þess má þó geta að Egyptinn knái hefur skorað 29 mörk á tímabilinu í öllum keppnum.
Hér má sjá þá sem hafa misnotað flest færi í ensku úrvalsdeildinni